Alvotech á Framadögum

Alvotech tekur nú þátt í Framadögum í annað sinn, þann 8. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AISEC. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heiminn.

Vertu hjartanlega velkominn á básinn okkar, við munum taka vel á móti þér! 

Meira um Framadaga

Hjá Alvotech starfa um 250 manns, þar af um 160 á Íslandi. Við erum alltaf að leita að hæfileikaríkum, metnaðarfullum og öflugum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur.

Við gerum ráð fyrir að ráða um 15-20 sumarstarfsmenn til okkar á þessu ári. Störfin eru á hinum ýmsu sviðum fyrirtækisins, í þróun, framleiðslu, þjónustu, gæðaeftirliti, á lagernum og fleira.

Ef þú hefur áhuga á að vinna hjá Alvotech, endilega sendu okkur umsókn. Hlökkum til að heyra frá þér.

Sækja um starf

Meet us at .
Please tell us a little about yourself.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.