Alvotech leitar að sérfræðingum til að taka þátt í uppbyggingu leiðandi lyfjafyrirtækis á heimsvísu. Fyrirtækið vinnur að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem eru notuð til meðferðar á erfiðum sjúkdómum eins t.d. gigt, psoriasis og krabbameini.
Um 500 starfmenn Alvotech vinna að því að auka lífsgæði sjúklinga um allan heim og margir af færustu vísindamönnum landsins starfa hjá fyrirtækinu. Við leitum nú að nýjum liðsmönnum til að móta framtíðina með okkur.

500
Vísindamenn
45
Þjóðerni
4
Starfsstöðvar
Hátæknisetur í Vatnsmýri
Hátæknisetur Alvotech á Íslandi er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og er búið fullkomnustu tækjum og búnað. Setrið var formlega opnað í júní 2016 og er um 13 þúsund fermetrar að stærð.
Alvotech er í nánu samstarfi við háskólasamfélagið um mótun menntunar á sviði líftækni og lyfjavísinda ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Lifandi og skapandi vinnustaður
Alvotech er alþjóðlegur vinnustaður þar sem vísindamenn og sérfræðingar af um 45 þjóðernum vinna að því sameiginlega markmiði að móta framtíðina á sviði líftæknilyfja og auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða lyfjum.

Heyrðu hvað starfsfólkið okkar hefur að segja um vinnustaðinn
Sarah Timp
Rongzan Ho
Christina Ricci
Andrew Falconbridge
Margrét Hilmisdóttir
Öflugt félagsslíf
Fyrirtækjamenning Alvotech er í senn mjög lifandi og skapandi en auk þess leggjum við áherslu á fjölbreytileika og sterka liðsheild. Við njótum þess að vinna saman og félagsstarf Alvotech gerir vinnustaðinn skemmtilegan og líflegan.







Reyndir stjórnendur
Mark Levick er forstjóri Alvotech og leiðir alþjóðlegt teymi stjórnenda fyrirtækisins. Mark hefur yfir 18 ára reynslu í lyfjageiranum og hefur stjórnendareynslu frá Sandoz, Novartis og GlaxoSmithKline.
Lykilstjórnendur Alvotech hafa áratuga reynslu úr alþjóðlegum lyfjaiðnaði.
