Mótaðu framtíðina með okkur

Alvotech leitar að vísindamönnum og sérfræðingum til að taka þátt í uppbyggingu leiðandi lyfjafyrirtækis á heimsvísu. Fyrirtækið vinnur að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem eru notuð til meðferðar á erfiðum sjúkdómum eins t.d. gigt, psoriasis og krabbameini. Um er að ræða mörg af söluhæstu lyfjum í heiminum í dag.

Ríflega 400 starfmenn Alvotech vinna að því að auka lífsgæði sjúklinga um allan heim og margir af færustu vísindamönnum landsins starfa hjá fyrirtækinu. Við leitum nú að nýjum liðsmönnum sem munu móta framtíðina með okkur. 

Hátæknisetur í Vatnsmýri

Hjá Alvotech starfa nú ríflega 400 vísindamenn og sérfræðingar í hátæknisetri fyrirtækisins á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Markmið okkar er að auka lífsgæði sjúklinga um allan heim með þróun og framleiðslu nýrra líftæknilyfshliðstæðna (e.biosimilars) sem koma á markað þegar einkaleyfi renna út.

Þróunar- og framleiðslusetur fyrirtækisins á Íslandi er búið fullkomnustu tækjum og búnaði og hefur hátæknisetur fyrirtækisins nú þegar fengið framleiðsluleyfi og gæðavottun. Hátæknisetrið er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni og er um 13 þúsund fermetrar að stærð. Setrið var formlega opnað í júní 2016 og er Alvotech í nánu samstarfi við háskólasamfélagið um mótun menntunar á sviði líftækni og lyfjavísinda ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Lifandi og skapandi vinnustaður 

Alvotech er alþjóðlegur vinnustaður þar sem vísindamenn og sérfræðingar af um 20 þjóðernum vinna að því sameiginlega markmiði að móta framtíðina á sviði líftæknilyfja og auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða lyfjum. Fyrirtækjamenning fyrirtækisins er í senn mjög lifandi og skapandi en auk þess er lögð áhersla á fjölbreytileika og sterka liðsheild. Við erum ábyrg í okkar störfum og verkferlar og gæðakerfi Alvotech eru gerð til að mæta ýtrustu kröfum sjúklinga og yfirvalda um allan heim. Við njótum þess að vinna saman og félagsstarf Alvotech gerir vinnustaðinn skemmtilegan og líflegan.

Við erum stolt af okkar markmiðum, höfum skýra sýn og hjá fyrirtækinu starfar hæfileikaríkt fólk og þannig komumst við í fremstu röð á okkar sviði á heimsvísu.

Störf í boði

Í átta ár höfum við unnið að þróun og undirbúið okkur undir framleiðslu og markaðssetningu líftæknilyfja Alvotech. Við höfum nú þegar ráðið til okkar reynslumikla stjórnendur og sérfræðinga með alþjóðlega þekkingu ásamt því að leggja ríka áherslu á þjálfun vísindamanna og stjórnenda framtíðarinnar.

Sækja um

Ráðningarferlið

Umsóknarfrestur er breytilegur eftir störfum en þegar umsóknarfresti lýkur fer starfsmannasvið fyrirtækisins yfir allar innsendar umsóknar í samvinnu við alþjóðlega ráðningarfyrirtækið ProClinical. Þegar við teljum að menntun, reynsla og almenn hæfni umsækjenda sé í samræmi við hæfniskröfur, boðum við umsækjendur í starfsviðtöl. Í viðtölum gefst umsækjendum tækifæri til að kynnast fyrirtækjamenningu Alvotech og spyrjast fyrir um starfsemina. Öllum umsækjendum er svarað þegar ráðningarferli lýkur. 

Líftækni til framtíðar

Nýsköpun

„Það eru forréttindi að vakna á morgnana og sækja vinnu hjá fyrirtæki eins og Alvotech þar sem nýsköpun á sér stað á hverjum degi. Við erum stolt af því að taka þátt í að móta framtíðina í líftækni á heimsvísu og að Ísland geti verið þar í leiðandi hlutverki."

Sesselja Ómarsdottir, Framkvæmdarstjóri Lyfjagreiningardeildar.

Alvotech

Reyndir stjórnendur

Mark Levick er forstjóri Alvotech og leiðir alþjóðlegt teymi stjórnenda fyrirtækisins. Mark hefur yfir 18 ára reynslu í lyfjageiranum og hefur stjórnendareynslu frá Sandoz, Novartis og GlaxoSmithKline.

Lykilstjórnendur Alvotech hafa áratuga reynslu úr alþjóðlegum lyfjaiðnaði.

Meet us at .
Please tell us a little about yourself.