Líftækni er framtíðin

Alvotech er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 og fór af stað með skýra sýn um að verða fremst í flokki líftæknifyrirtækja á heimsvísu. Í dag eru sex hágæða líftæknilyf í þróun hjá Alvotech sem munu renna af einkaleyfi á næstu árum. Þessi lyf eru mikilvæg til meðhöndlunar á ýmsum algengum og erfiðum sjúkdómum eins og gigt, öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum og krabbameini. Alvotech er systurfyrirtæki lyfjafyrirtækisins Alvogen og er starfsemi þess á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi.

Hátæknisetur var opnað í Vatnsmýrinni árið 2016 innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Þar starfa hátt á annað hundruð vísindamenn sem vinna að þróun, framleiðslu og markaðssetningu lyfjanna. Innan Vísindagarðanna starfar Alvotech í náinni samvinnu við fræðasvið og deildir háskólanna. Starfsmenn háskólans og nemendur vinna að rannsóknum með Alvotech og starfsmenn fyrirtækisins koma að kennslu og fræðslu nemenda háskólanna. Þannig vinna háskólarnir og Alvotech saman að því að efla fræðastarf, auk þess sem atvinnutækifæri verða til fyrir háskólamenntaða einstaklinga.

Alþjóðlegt lyfjafyrirtæki

Framtíðarsýn

„Það er ánægjulegt að geta byggt upp starfsemi Alvotech hér á landi og að Íslendingar hafi tækifæri til þess að gegna lykilhlutverki í að móta nýtt alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. Við leitum að öflugum raunvísindamönnum með stórt hjarta og drifkraft til að taka þátt í að koma Alvotech í fremstu röð á sínu sviði."

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech.

Alvotech

Reyndir stjórnendur

Lykilstjórnendur Alvotech hafa mikla alþjóðlega reynslu. Rasmus Rojkajer er forstjóri fyrirtækisins og kom til liðs við Alvotech árið 2017. Rasmus hefur yfir 20 ára reynslu í lyfjageiranum og hefur stjórnendareynslu bæði frá Mylan og Novo Nordisk.

Stjórnendur Alvotech

Hátæknisetur í Vatnsmýri

Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech var tekið í notkun í júní 2016.

Innan setursins er unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem væntanleg eru á markað á næstu árum. Þau lyf sem nú eru í þróun eru háþróuð stungulyf sem meðal annars eru notuð við meðferð krabbameins- og gigtarsjúkdóma. 

Lyf í þróun
6

Fetum nýja slóð

Fyrirtækjamenning systurfyrirtækjanna Alvotech og Alvogen einkennist af metnaði, fagmennsku og jákvæðni.

Fyrirtækin byggja á traustum grunni en leita nú að öflugum liðsmönnum til að feta nýja slóð. Við ætlum okkur að vera í fremstu röð og bæði Alvotech og Íslendingar geta verið leiðandi í þeirri vegferð. 

Við erum ein stór fjölskylda.

Samfélagsmiðlar

Meet us at .
Please tell us a little about yourself.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.