17 October 2020
Sérfræðingur í birgðastýringu hráefna / Raw Materials Planner

Sérfræðingur í birgðastýringu hráefna er lykilstarfsmaður við stjórnun og utanumhald hráefna hjá aðfangakeðju Alvotech. Hann hefur umsjón með og hagræðir hráefnisflæði, að teknu tilliti til framleiðsluáætlana, birgðastöðu og markmiða um birgðastöðu, með það að lokamarkmiði að félagið nái markmiðum sínum um þjónustustig.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd á skilgreiningu hráefnisþarfa frá öllum birgjum
  • Leggur mat á niðurstöður frá efnisþarfa útreikningum (MRP), staðfestir þær og breytir í innkaupabeiðnir og sendir til innkaupadeildar.
  • Er ábyrgur fyrir því að hráefni og tilheyrandi birgðir séu alltaf til staðar á réttum tíma og í réttu ástandi og tryggir þannig framkvæmd framleiðsluáætlana.
  • Innleiðir, skipuleggur og viðheldur besta mögulega verklagi við heildstæða birgðastýringu og viðheldur skilgreindu birgðamagni á hverjum tíma.
  • Greinir frávik í birgðastýringu og ber ábyrgð á upplýsingagjöf fyrir viðkomandi hagsmunaðila og stjórnendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Bsc í viðskiptafræði, verkfræði eða tengdum greinum
  • 3-5 ára reynsla af alþjóðlegum innkaupum, aðfangastýringu eða flutningastarfssemi áskilin
  • Geta til að vinna sjálfstætt og byggja upp sambönd við samstarfsaðila, innanhúss sem utan
  • Verkefnamiðaður hugsunarháttur sem styður við ólíka starfssemi og verkefni innan Alvotech samstæðunnar

Sækja um starf