17 October 2020
Mannauðssérfræðingur / HR Specialist (HRBP)

Alvotech leitar að reynslumiklum Mannauðssérfræðingi (HRBP) í mannauðsteymi Alvotech. Starfið fellst í því að þróa stefnur Alvotech er snúa að mannauðsmálum, ferlum og verklagi og að taka þátt í að byggja upp framúrskarandi mannauðsteymi sem styður við starfsmenn og stjórnendur Alvotech og stefnu fyritækisins til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróar stefnur, ferla og reglur er snúa að mannnauði Alvotech
 • Veitir ráðgjöf varðandi verklag og nálgun í mannauðstengdum verkefnum
 • Styður við ráðningar frá starfsgreiningu til viðtala og tekur þátt í áframhaldandi þróun ráðningarferla við öflun hæfra umsækjenda
 • Tekur þátt í áframhaldandi þróun og þjálfun á frammistöðumatskerfi Alvotech
 • Viðheldur mannauðsskrám og ferlum í samræmi við stefnu Alvotech og lagalegra krafna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • MSc / MA í mannauðstjórnun, viðskiptafræði eða tengdum greinum
 • Reynsla af sambærilegu starfi, starfi mannauðsstjóra eða önnur sambærileg reynsla
 • Þekking og reynsla af mannauðsmálum svo sem launastefnu, nýliðun, þjálfun, starfsþróun, gerð verklagreglna og þróun ferla
 • Þekking á vinnulöggjöf og kröfum eins og jafnlaunavottun
 • MS Office, Sharepoint og reynsla af fleiri en einu mannauðskerfi er kostur
 • Hæfni í skipulagi og tímastjórnun
 • Framúrskarandi samskipta- og mannleg færni
 • Góð enskukunnátta er skilyrði
 • Reynsla af starfi í alþjóðlegu umhverfi er kostur

Sækja um starf