17 October 2020
Mannauðssérfræðingur - Lykilmælikvarðar / HR People Analytics Specialist

Við leitum að öflugum aðila til að hanna mælaborð fyrir lykilmælikvarða í mannauðsmálum. Viðkomandi mun vinna að framsetningu og greiningu gagna sem varða lykiltölur og mælikvarða mannauðssviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Framsetning gagna úr margvíslegum áttum þ.m.t. mannauðskerfi, launakerfum, launaúttektum vinnustaðagreiningum, starfslokaviðtölum, ráðningarkerfum og opinberri tölfræði.
 • Hönnun mælaborðs með lykiltölum mannauðs, greiningar á gögnum og tölfræði um þróun og mynstur á ráðningum, ráðningarvenjum, launamálum, fjölbreytileika og starfsmannaveltu.
 • Tillögur að úrbótum og umbótum byggðar á mælikvörðum og greiningu, þ.m.t. tillögur til að laða að og ráða hæfa umsækjendur, að hvetja og halda í starfsmenn, mönnunarmál og innra samræmi.
 • Virk þátttaka í úttektum á starfssemi mannauðssviðs

Menntunar- og hæfniskröfur

 • MSc í mannauðsstjórnun, viðskiptafræði, hagfræði eða í tengdum greinum.
 • Reynsla af sambærilegu starfi þ.m.t mannauðsmælikvarðar, launasetning, ráðningar eða jafnlaunamál er æskileg.
 • Góð enskukunnátta er skilyrði.
 • Mikil greiningarhæfni og lausnamiðuð nálgun verkefna.
 • Mjög góður skilningur á mælikvörðum og gögnum.
 • Mjög góð Excel kunnátta.
 • Mjög góð kunnátta á hugbúnað á borð við Power BI, Qualitrics eða Tableau
 • Hæfni til setja sig fljótt inn í önnur kerfi eins og mannauðskerfi og launakerfi.

Sækja um starf