17 October 2020
Verkefnastjóri á gæðasviði / Project Manager QC

Project manager QC er nýtt starf innan gæðasviðs sem hefur það að markmiði að halda utan um verkefnaáætlanir gæðasviðs gagnvart gæðarannsóknardeild (QC) og vinna náið með stjórnendum að skipulagi verkferla og stefnumótun gæðamála innan gæðarannsóknardeildar Alvotech ásamt því að vera tengiliður gæðasviðs gagnvart stjórnendum gæðarannsóknardeildar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjóri gegnir lykilhlutverki í daglegri stjórnun gæðarannsóknardeildar og aðstoðar við markmiðasetningu og setur viðmið um lykilmælikvarða deildarinnar ásamt stjórnendum.
 • Er virkur þátttakandi í þróun, stefnumótun og þverfaglegum markmiðum og umbótaverkefnum deildarinnar.
 • Sinnir samræmingu og rýni á hlutverkum teyma og einstaklinga innan deildarinnar, þar með talið þjálfun og símenntun einstaklinga og teyma
 • Samræmir vinnubrögð sem tengjast frávikum (CAPA) innan gæðarannsóknardeildar
 • Vinnur að reglubundnum innri og ytri úttektum og samskiptum við viðeigandi yfirvöld og samstarfsaðila eftir þörfum
 • Undirbýr verkefnaáætlanir, kynningar,gögn og samræmir upplýsingar fyrir stjórnendur
 • Samræmir upplýsingagjöf og er milliliður á milli æðstu stjórnenda og teyma gæðarannsóknardeildar
 • Byggir upp og þróar tengsl við önnur svið innan Alvotech með það að markmiði að bæta ferla og verkefnastýringu á milli deilda

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Bsc í lyfjafræði eða skyldum greinum áskilin
 • Yfirgripsmikil þekking á lyfjageiranum og góð þverfagleg þekking á sviði gæðamála, lyfjaþróunar, framleiðslu, vörustjórnunar og regluverki lyfjaframleiðslu
 • Reynsla af starfi eða ráðgjöf í lyfjageiranum er mikilvæg
 • Reynsla af verkefnastýringu, helst í lyfjageiranum er kostur
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að taka að sér ólík verkefni eru nauðsynlegir eiginleikar
 • Geta til að vinna undir álagi og forgangsraða verkefnum mtt tímalína þróunar og framleiðsluáætlana
 • Frábær greiningarhæfni og skipulagshæfileikar ásamt því að geta unnið í sibreytilegu umhverfi
 • Góð geta til að koma frá sér efni á ensku í rituðu og töluðu máli, þar með talið skýrslugerð og úttektir

Sækja um starf